Blóðmör [1] (1989-91)

Á árunum 1989-91, jafnvel lengur var starfandi rokksveit í þyngri kantinum á Húsavík undir nafninu Blóðmör. Meðlimir þessarar sveitar voru Þorgeir Tryggvason [gítarleikari?], Eggert Hilmarsson [bassaleikari?], Halli [Haraldur Ringsted Steingrímsson trommuleikari?] og Þrási [Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari?]. Staðfesting á meðlimum Blóðmörs og frekari upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Blóðmör [2] (1993)

Dauða- og kántrýdúettinn Blóðmör starfaði innan Sniglabandsins og kom fram í nokkur skipti samhliða þeirri sveit árið 1993 að minnsta kosti. Meðlimir dúettsins voru þeir Þorgils Björgvinsson og Einar Rúnarsson. Á Sniglabandsplötunni RÚVtops (2006) er að finna þrjú lög í flutningi Blóðmörs.