Blöndustrokkarnir (1990)
Hljómsveitin Blöndustrokkarnir var starfrækt í Eiðaskóla 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Benedikt Páll Magnússon bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæjarnir), Björn Þór Jóhannsson gítarleikari og Ester Jökulsdóttir söngkona. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.
