Booge (1989)

Hljómsveit sem bar nafnið Booge var auglýst í nokkur skipti í dagblöðum vorið 1989. Að öllum líkindum var um að ræða ásláttavillu í fréttatilkynningu/auglýsingu og því líklegast að um hafi verið að ræða hljómsveitina Boogie. Allir þeir sem geta frætt Glatkistuna um hið rétta í þessu máli mættu sendu línu þar af lútandi.

Boogie [1] (1988-89)

Danhljómsveit sem bar heitið Boogie starfaði í um ár, 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Albert Pálsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Sverrir Konráðsson gítarleikari. Hörður Friðþjófsson gítarleikari var um tíma í sveitinni, ekki liggur þó fyrir hvort hann tók við af Sverri eða var samtíða honum…

Boogie [2] (1993)

Vorið 1993 keppti hljómsveitin Boogie frá Norðfirði í Músíktilraunum Tónabæjar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi sveitarinnar eða tilurð hennar almennt og er því hér með auglýst eftir þeim.