Borgarbandið [2] (1987-92)

Borgarbandið var hálfgerð útvarpshljómsveit, sett saman fyrir skemmtiþáttinn Í hjarta borgarinnar sem Jörundur Guðmundsson sá um á útvarpsstöðinni Stjörnunni á árunum 1987-90 og 1992, og lék þá í beinni útsendingu frá Hótel Borg og reyndar víðar. Meðlimir Borgarbandsins voru þeir Árni Scheving bassaleikari, Carl Möller píanóleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en einnig komu við sögu…

Borgarbandið [3] (2001)

Árið 2001 var starfandi hljómsveit undir nafninu Borgarbandið. Að öllum líkindum var um að ræða unglingasveit, sem kom fram á tónleikum í Kópavogi. Óskast er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.