Hello Norbert! (2004-07)
Hljómsveitin Hello Norbert! var nokkuð áberandi í indírokksenunni snemma á nýrri öld. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 í Breiðholti og var farin að koma fram á tónleikum þá um haustið, m.a. á Frostrokk tónleikunum svokölluðu. Vorið eftir (2005) var Hello Norbert! meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, komst upp úr undanúrslitunum sem haldin voru í Tjarnarbíói…
