Hljómsveit Kalla Bjarna (1974-80)
Hljómsveit Kalla Bjarna starfaði á Akranesi um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og lék sveitin á fjölmörgum dansleikjum á Skaganum og nágrannasveitarfélögunum. Sveitin var stofnuð haustið 1974 og voru upphaflegir meðlimir sveitarinnar þeir Sveinn Jóhannsson trommuleikari, Reynir Theódórsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Víkingur Sigurðsson bassaleikari, Jón Trausti Hervarsson saxófónleikari og hljómsveitarstjórinn Ketill Baldur Bjarnason…
