Combo Atla Örvarssonar (1997)
Combo Atla Örvarsson kom fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri sumarið 1997 og var þetta í eina skiptið sem combo-ið kom fram enda var Atli þá við tónlistarnám í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar auka Atla sem lék á hljómborð, voru Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.
