Heimska en samt sexý gospelbandið (2010)

Hljómsveit sem bar það einkennilega nafn Heimska en samt sexý gospelbandið var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í keppninni. Meðlimir sveitarinnar sem var úr Garðabæ, voru þeir Ingi Freyr Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Árni Guðjónsson píanóleikari, Arnar Rózenkrans trommuleikari, Arnór Víðisson bassaleikari, Daníel…

Heimskir synir (2002-04)

Hip hop sveitin Heimskir synir kom fram á sjónarsviðið í upphafi aldarinnar en sveitin kom úr Kópavoginum og var líklega stofnuð árið 2002. Í upphafi árs 2003 var sveitin meðal fleiri slíkra sem komu fram á Allra veðra von tónleikunum sem haldnir voru í Vestmannaeyjum, þar stóð sveitin sig það vel að ákveðið var að…