Name-it (1995)
Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.
