Heiti potturinn [félagsskapur / tónlistarviðburður] (1987-91)

Heiti potturinn svokallaði var félagsskapur sem hélt utan um djasskvöld á Duus-húsi undir sama nafni en eitthvað á þriðja hundrað viðburða voru haldnir á því ríflega fjögurra ára tímabili sem félagsskapurinn starfaði. Það voru nokkrir tónlistarmenn og djassáhugamenn sem stofnuðu til Heita pottsins vorið 1987 en undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurra mánaða skeið…

Hljómsveit Friðriks Theodórssonar (1977-2001)

Friðrik Theodórsson básúnuleikari starfrækti fjölmargar hljómsveitir í eigin nafni af ýmsum stærðum og af ýmsum toga, flestar voru þær þó djasstengdar. Elstu heimildir um hljómsveitir Friðriks eru þó af sveit/um sem léku á jólaböllum fyrir börn og þar hefur varla verið um djasshljómsveitir að ræða, þannig eru heimildir um slíkar sveitir frá 1977 og 79…