Afmælisbörn 21. október 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og þriggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Hugrof (2005-08)

Hiphop-sveitin Hugrof starfaði um nokkurra ára skeið á fyrsta áratug aldarinnar, líklega á árunum 2005 til 2008. Litlar upplýsingar er að finna um Hugrof en að öllum líkindum var um tríó að ræða skipað Davíð Tómasi Tómassyni (Dabba T), Gauta Þey Mássyni (Emmsjé Gauta) og Ástþóri Óðni Ólafssyni en einnig gæti Jóhann Dagur Þorleifsson (Ofvirkni)…