Dirrindí [1] (1999)

Hljómsveitin Dirrindí var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem út kom í tengslum við keppnina. Engar upplýsingar er að finna um sveitina, hverjir hana skipuðu eða hversu lengi hún starfaði.