Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)
Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…
