Einelti (2000)
Einelti hét hljómsveit úr Reykjavík, hún keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Bjarni Tryggvason gítarleikari, Þorsteinn Einarsson bassaleikari, Rolf Hákon Árnason trommuleikari og Björn Ingi Vilhjálmsson söngvari skipuðu sveitina sem komst ekki í úrslit tilraunanna.
