Safír [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Safír, þ.e. hvenær hún starfaði, hversu lengi og hvar, en meðlimir hennar munu hafa verið Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Þorsteinsson bassaleikari, Stefán Petersen hljómborðsleikari og Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona.

Freisting (1993)

Hljómsveit sem bar nafnið Freisting starfaði í nokkra mánuði, frá því um sumarið 1993 og líklega fram að áramótum. Það voru þau Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona, Stefán E. Petersen píanóleikari og söngvari og Arinbjörn Sigurgeirsson bassaleikari sem skipuðu sveitina en hún lék m.a. á Hótel Íslandi. Sveit með þessu nafni lék einnig á veitingastað í…