Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…