Ha [3] (um 1997)

Skammlíf hljómveit starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undir nafninu Ha, annað hvort árið 1996 eða 97. Sagan segir að um dúett hafi verið að ræða en meðlimir hans voru þeir Auðunn Blöndal og Hugi Jens Halldórsson sem síðar störfuðu saman í sjónvarpi. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan dúettsins eða annað og…

Vinir vors og blóma [1] (1991-92)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki árin 1991 og 92 að minnsta kosti. Fyrir liggur að Fjölnir Ásbjörnsson (að öllum líkindum söngvari) var einn meðlima sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vini vors og blóma frá Sauðárkróki.