Friðný (1975?)

Upplýsingar óskast um fimm manna hljómsveit frá austanverðu landinu, hugsanlega Norðfirði, sem starfandi var að öllum líkindum á síðari hluta áttunda áratug síðustu aldar. Fróðir mega senda Glatkistunni upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, nánari starfstíma hennar og hvar hún starfaði.