Söngfélagið Sindri (1952-60)

Söngfélagið Sindri er undanfari Karlakórs Dalvíkur. Nokkrir áhugamenn á Dalvík stofnuðu þennan sönghóp 1952 og í nokkur ár æfði hópurinn og söng undir stjórn Stefáns Bjarman. Þegar Gestur Hjörleifsson tók við stjórn kórsins 1960 var nafninu breytt í Karlakór Dalvíkur og hefur hann gefið úr nokkrar plötur.