Gísli, Eiríkur og dr. Helgi (1995)
Hljómsveitin Gísli, Eiríkur og Dr. Helgi var starfandi 1995, þá átti hún lög á safnplötunni Strump í fótinn. Meðlimir þessarar sveitar voru tveir, Magnús Axelsson og Daði Ingólfsson en Dr. Helgi var trommuheili sem þeir félagar notuðu. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Magnús og Daði spiluðu.
