Glasabörnin (2000)
Glasabörnin var skammlíft verkefni, sett hugsanlega saman fyrir eitt gigg í byrjun árs 2000, og var hljómsveit sem innihélt meðlimi úr sunnlenskum sveitaballagrúbbum eins og Skítamóral, Riff Reffhedd og 8-villt. Engar upplýsingar er þó að finna hverjir meðlimir hennar voru og er því auglýst eftir þeim hér.
