Góðir greyin (1973)

Þjóðlagatríóið Góðir greyin var starfrækt að öllum líkindum á austanverðu landinu en tríóið var meðal skemmtikrafta á Jónsmessuvöku Félags herstöðvaandstæðinga á Austurlandi, sem haldin var á Egilsstöðum sumarið 1973. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi tríósins, hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.