Gott [1] (1990)
Pöbbabandið Gott starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 1990 en sveitin var skipuð þekktum tónlistarmönnum úr popp- og rokkgeiranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Þorsteinn Magnússon gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað í fáa mánuði.
