Grástakkar (um 1964)
Hljómsveitin Grástakkar starfaði í Réttarholtsskóla líklega árið 1964 (jafnvel örlítið fyrr) en sveitin lék mestmegnis Shadows-lög eins og svo margar unglingasveitir á þeim tíma. Sveitin var undanfari hljómsveitarinnar Toxic, og var Rafn Haraldsson trommuleikari hennar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Grástakka.
