Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Sunnan sjö og Guðlaug (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði einhverju sinni á Höfn í Hornafirði – ekki liggur fyrir hvenær, undir heitinu Sunnan sjö og Guðlaug. Guðlaug sem vísað er til gæti hafa verið Guðlaug Hestnes, og eru allar líkur á að hún hafi verið söngkona sveitarinnar en óskað er eftir öllum frekari upplýsingum um þessa hana.

Gleðigjafar [2] (1996-)

Kór eldri borgara hefur starfað á Höfn í Hornafirði frá árinu 1996 að minnsta kosti undir nafninu Gleðigjafar. Litlar upplýsingar finnast um þennan kór en Guðlaug Hestnes hefur verið stjórnandi hans nánast frá stofnun af því er virðist. Kórinn hefur haft nokkra fasta tónleikapunkta í starfsemi sinni og hefur sent frá sér eitt lag á…