Dormus (1999)

Hljómsveitin Dormus starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1999 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Dormus í Músíktilraunum voru Guðmundur Davíð Hermannsson söngvari og gítarleikari, Daníel Freyr Kristínarson bassaleikari og Ottó Reimarsson trommuleikari. Þríeykið komst ekki áfram í tilraununum og sást ekki meir að þeim loknum.