Hljómsveit Péturs Bernburg (1933-40 / 1946)

Pétur Vilhelm Bernburg starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið – Hljómsveit Péturs Bernburg (stundum Hljómsveit Pjeturs Bernburg) en sveitin gekk einnig um tíma undir nafninu Sumarhljómsveitin er hún lék á skemmtunum og útidansleikjum að Eiði við Gufunes en það var vinsæll samkomustaður sem Heimdellingar komu á fót á fjórða áratugnum. Hljómsveit Péturs…

Gunnar Kristjánsson (1911-65)

Gunnar Kristjánsson harmonikkuleikari lék á dansleikjum um árabil bæði einn og með hljómsveitum, hann starfrækti jafnframt hljómsveitir í eigin nafni við nokkrar vinsældir. Gunnar fæddist haustið 1911 við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi en fluttist svo til Grundarfjarðar þar sem hann bjó til tvítugs en þá fór hann suður til Reykjavíkur í Samvinnuskólann og starfaði síðar við…

Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar (1942-44)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Gunnars Kristjánssonar harmonikkuleikara en svo virðist sem hann hafi starfrækt hljómsveit sína á árunum 1942 til 44. Hljómsveit Gunnars starfaði í Reykjavík og lék nokkuð á dansleikjum í samkomuhúsum bæjarins, hún virðist jafnvel hafa verið um tíma eins konar húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu (Gúttó við Tjörnina) og það var líklega með…

G.K. tríóið (1951-55)

G.K. tríóið var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum á árunum 1951-55 en upplýsingar um sveitina eru af afar skornum skammti. G.K. tríóið var kennt við harmonikkuleikarann Gunnar Kristjánsson frá Grund í Grundarfirði en hann var þá löngu fluttur til Reykjavíkur og starfrækti sveitina þaðan, tríóið lék þó oft á dansleikjum og skemmtunum á Snæfellsnesinu…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.