Hörður Guðmundsson (1928-87)

Sauðkrækingurinn Hörður Guðmundsson var kunnur fyrir hljóðfæraleik sinn en hann starfrækti hljómsveitir á sínum yngri árum, hann var einnig þekktur hagyrðingur. Hörður Guðmundsson (oft kenndur við móður sína og var kallaður Hörður Fríðu) starfaði lengst af ævi sinnar við sjómennsku og verslunarstörf á Sauðárkróki. Hann fæddist vorið 1928 og mun hafa lært tónlist um tveggja…

H.G. kvartett [1] (1952-61)

Sauðárkrókur hafði sína eigin danshljómsveit um og upp úr 1950 en hljómsveit Harðar Guðmundssonar eða H.G. kvartett (kvintett þegar þeir voru fimm) eins og hún var oftast kölluð starfaði á árunum 1952 til 61, og líklega lengur – upplýsingar þess efnis vantar. Sveitin lék oft á Sæluviku þeirra Skagfirðinga á Sauðárkróki. H.G. kvartettinn var ein…