Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

H.G. sextett [2] (1957-62)

Haraldur Guðmundsson trompetleikari sem áður hafði starfrækt þekkta djass- og danshljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu H.G. sextett flutti austur á Norðfjörð árið 1955 eftir því sem best verður komist og tók þar fljótlega við Lúðrasveit Neskaupstaðar, stofnaði karlakór og reif upp tónlistarlífið í bænum. Vorið 1957 stofnaði Haraldur hljómsveit sem hlaut nafnið H.G. sextett rétt…