H2O [1] (1987)

Sumarið 1987 lék jasstríó undir nafninu H2O (ekki H20 eins og víða er ritað í heimildum) í fáein skipti á skemmtistaðnum Abracadabra við Laugaveg. Tríóið var skipað þeim Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara og Richard Korn bassaleikara sem allir eru kunnir tónlistarmenn. H2O virðist ekki hafa verið langlíf hljómsveit.

H2O [2] (1989)

Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður starfrækti hljómsveit undir nafninu H2O (ekki H20) sumarið og haustið 1989 en um það leyti gaf hann út sólóplötu sem bar titilinn Tryggð og var plötunni að einhverju leyti fylgt eftir með spilamennsku þessarar sveitar með spilamennsku á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu – mest í Firðinum í Hafnarfirði, en einnig lék sveitin…