H2O [1] (1987)
Sumarið 1987 lék jasstríó undir nafninu H2O (ekki H20 eins og víða er ritað í heimildum) í fáein skipti á skemmtistaðnum Abracadabra við Laugaveg. Tríóið var skipað þeim Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara og Richard Korn bassaleikara sem allir eru kunnir tónlistarmenn. H2O virðist ekki hafa verið langlíf hljómsveit.

