Ha [3] (um 1997)

Skammlíf hljómveit starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undir nafninu Ha, annað hvort árið 1996 eða 97. Sagan segir að um dúett hafi verið að ræða en meðlimir hans voru þeir Auðunn Blöndal og Hugi Jens Halldórsson sem síðar störfuðu saman í sjónvarpi. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan dúettsins eða annað og…

Ha [1] (um 1970)

Í kringum 1970, e.t.v. örlítið fyrr var hljómsveit starfrækt á Suðurnesjunum – hugsanlega í Garði undir nafninu Ha. Lítið er vitað um þessa hljómsveit annað en að söngvari hennar hét Ómar Jóhannsson, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk annars sem ætti heima í slíkri umfjöllun.

Ha [2] (um 1977)

Hljómsveit sem bar nafnið Ha starfaði við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum í kringum 1977. Sigurður Matthíasson var söngvari hljómsveitarinnar Ha og einnig var Linda Björk Hreiðarsdóttir (síðar trommuleikari í Grýlunum) meðlimur hennar en ekki liggur fyrir á hvað hún spilaði í sveitinni. Óskað er…