Spindlar (1999 – 2002)

Tríóið Spindlar frá Egilsstöðum keppti í Músíktilraunum 1999 og spilaði rokk í þyngri kantinum. Meðlimir Spindla voru Davíð Logi Hlynsson trommuleikari, Hafþór Máni Valsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Jónsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit en Ragnar bassaleikari var kjörinn besti bassaleikari tilraunanna. Sveitin hélt ótrauð áfram og átti efni á tveimur austfirskum safnplötum…