Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Gömlu brýnin [1] (1988-91)

Á Ísafirði starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1990 hljómsveit undir nafninu Gömlu brýnin (einnig kallað GB-tríóið) sem spilaði víðs vegar um Vestfirði en þó líklega mest í heimabænum. Sveitin var stofnuð haustið 1988 og voru meðlimir hennar alla tíð reynsluboltarnir Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Ásthildur Cesil Þórðardóttir söngkona…