Afmælisbörn 24. apríl 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Halldór Vilhelmsson (1938-2009)

Óperusöngvarinn Halldór Vilhelmsson söng með fjölda kóra á sínum tíma, einsöng með flestum þeirra auk þess sem hann söng fjölmörg óperuhlutverk á söngferli sínum og sem einsöngvari á hundruðum tónleika af öllum stærðum og gerðum. Halldór Kristinn Vilhelmsson bassasöngvari fæddist í Reykjavík vorið 1938 en ekki liggur fyrir hvort hann var af tónlistar- eða söngfólki…