Halldóra Björnsdóttir [annað] (1961-)
Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur er fjarri því að starfa við tónlist, þó hefur komið út plata með henni þar sem hún stjórnar leikfimisæfingum en hún hefur haldið úti Morgunleikfiminni á Rás 1 Ríkisútvarpsins síðan 1987 og jafnframt séð um aðra heilsutengda þætti þar. Platan kom út á vegum Ríkisútvarpsins árið 1998 og bar heitið Morgunleikfimi þegar…
