Hátónsbarkakeppnin [tónlistarviðburður] (1988-)

Allt frá árinu 1988 hefur verið haldin söngkeppni í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, Brekkjubæjarskóla og Grundaskóla undir nafninu Hátónsbarkakeppnin eða Hátónsbarkinn. Þessi keppni hafði lengi vel enga utanaðkomandi tengingu en eftir að Samfés hóf að standa fyrir söngkeppni Samfés hefur keppnin verið eins konar undankeppni fyrir Samfés keppnina. Hátónsbarkakeppnin var haldin í…

Hollívúdd (2004)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hollívúdd (Hollywood) starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2004, herjaði að einhverju leyti á ballmarkaðinn um sumarið og sendi frá sér lag á safnplötu. Hollívúdd kom fram á sjónarsviðið um vorið 2004, lék þá á Gauki á Stöng en þar kom leikarinn og söngvarinn Björgvin Franz Gíslason fram með sveitinni. Í…