Gáfnaljósin [1] (1987)

Hljómsveitin Gáfnaljósin var stofnuð í Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1987. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Flestir meðlimir sveitarinnar tengdust leiklistarklúbbi skólans sem setti upp leikritið Rómanoff og Júlía eftir Peter Ustinov þetta sama ár.…