Handabandið [1] (um 1980)

Einhvern tímann á áttunda áratug liðinnar aldar var hljómsveit starfrækt innan Leikfélags Akureyrar undir nafninu Handabandið, og tók að öllum líkindum þátt í einhverri leiksýningu leikfélagsins nyrðra. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þetta leikhúsband, hvenær það starfaði, í tengslum við hvaða leiksýningu, hverjir skipuðu það og hvernig hljóðfæraskipan þess var háttað.

Handabandið [2] (2010)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Handabandið flutti tónlistaratriði við opnun Héðinsfjarðargangna haustið 2010. Ekki liggur fyrir hvort Handabandið var þá starfandi sveit eða hvort hún var sérstaklega sett saman fyrir gangaopnunina, og er óskað eftir þeim upplýsingum sem og um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.