Afmælisbörn 5. júní 2025

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Hreyfilskvartettinn (1960-70)

Fáar heimildir er að finna um Hreyfilskvartettinn svokallaða en hann starfaði lengi innan Hreyfilskórsins, karlakórs bifreiðastöðvarinnar Hreyfils og söng líklega mestmegnis eða eingöngu á skemmtunum innan fyrirtækisins. Hreyfilskvartettinn var stofnaður árið 1960 innan kórsins en þegar kórinn var lagður niður árið 1967 starfaði kvartettinn áfram til ársins 1970. Árið 1968 var hann skipaður þeim Vilhjálmi…