Afmælisbörn 3. júní 2024

Tvö afmælisbörn úr íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Haraldur Ólafsson [1] (1901-84)

Haraldur V. Ólafsson, gjarnan kallaður Haraldur í Fálkanum er líklega með þeim brautryðjendum sem hafa haft hvað mestu áhrifin á íslenska tónlist á 20. öldinni, bæði sem innflytjandi hljómplatna og sem útgefandi íslensks efnis. Haraldur Valdimar Ólafsson fæddist árið 1901 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, hann starfaði aldrei sem tónlistarmaður en nam píanóleik…