Harmonikuunnendur Vesturlands [félagsskapur] (1979-)
Félagsskapurinn Harmonikuunnendur Vesturlands hefur verið starfræktur síðan 1979 en félagið er eitt elsta sinnar tegundar hérlendis. Harmonikuunnendur Vesturlands var stofnað vorið 1979 á Hvanneyri í Borgarfirði og voru stofnmeðlimir tólf talsins, meðlimir félagsins hafa líklega flestir verið á sjötta tug talsins en hefur fækkað verulega þar sem lítil endurnýjun hefur átt sér stað innan þess…

