Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…