Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Háskólabíó [tónlistartengdur staður] (1961-)

Háskólabíó er þrátt fyrir nafngiftina jafn tengt tónleikahaldi og kvikmyndasýningum, þegar þetta er ritað hafa reyndar bíósýningar lagst af í húsinu en tónleikar og annað skemmtana- og ráðstefnuhalds verða tengd húsnæðinu áfram. Hugmyndir um kvikmyndahús í eigu Háskóla Íslands voru lengi á teikniborðinu áður en þær komust til framkvæmda og t.d. stóð til um tíma…

Stúdentakórinn [2] (1964-73)

Stúdentakórinn (hinn síðari) var formlega settur á laggirnar í febrúar 1964 en þá höfðu í raun margir kórar verið starfandi innan háskólasamfélagsins allt frá árinu 1925 og með hléum. Með tilkomu nýs kórs sem nyti fastra fjárframlaga frá Háskóla Íslands að norrænni fyrirmynd og fengi þær skyldur að syngja við útskriftir, á fullveldishátíð skólans og…