Háspenna lífshætta [1] (1980-81)

Hljómsveitin Háspenna lífshætta var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1980 til 81 og var tónlist hennar undir nýbylgjuáhrifum, ekki er ljóst hver tengsl þessarar hljómsveitar og Jam ´80 voru en sveitirnar virðast hafa verið starfandi á sama tíma og skipuð sama mannskap. Sveitin var skipuð fimmtán og sextán ára unglingum sem flestir áttu eftir að…

Háspenna lífshætta [2] (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Vogum á Vatnsleysuströnd vorið 1985 undir nafninu Háspenna lífshætta. Hér er óskað eftir nöfnum liðsmanna sveitarinnar, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Háspenna lífshætta [3] (1992)

Árið 1992 starfaði hljómsveit undir nafninu Háspenna lífshætta en ekkert annað liggur fyrir um hana. Óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvar og hvenær hún starfaði auk annarra upplýsinga sem þættu við hæfi í umfjölluninni.