Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…

Móri [1] (1995)

Hljómsveitin Móri keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit með sitt djass- og fönkskotna rokk. Meðlimir Móra voru þeir Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Kristjánsson bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari.