Afmælisbörn 29. nóvember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar sextíu og eins árs afmæli á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Hættir (um 2000-2011)

Upplýsingar um dúettinn Hættir eru af skornum skammti en hann var skipaður þeim fóstbræðrum Hauki Nikulássyni sem lék á gítar og hljómborð, og Gunnari Antonssyni sem lék á gítar – að öllum líkindum sungu þeir báðir. Hættir léku á ýmsum samkomum á vegum félagssamtaka, s.s. árshátíðum og þess konar uppákomum en einnig mikið í einkasamkvæmum…

Haukur Nikulásson (1955-2011)

Haukur Nikulásson er ekki með þekktustu tónlistarmönnum landsins en hann kom þó að íslenskri tónlist með ýmsum og ólíkum hætti. Haukur var fæddur haustið 1955 á Suðurnesjunum en flutti ungur til höfuðborgarsvæðisins og bjó þar alla ævi eftir það, hann vann ýmis störf en lengst var hann með eigin verslunarrekstur í tölvugeiranum. Haukur var jafnframt…