Afmælisbörn 14. janúar 2025

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Hljómsveit Sveins Ingasonar (1968)

Hljómsveit Sveins Ingasonar á Sauðárkróki starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti, árið 1968 en Sveinn var þá um tvítugt. Sjálfur lék Sveinn Ingason á gítar í sveitinni (gæti einnig hafa leikið á trompet) en aðrir meðlimir sveitar hans voru Bjarni Jónsson [?], Kristján Þór Hansen trommuleikari, Valgeir Steinn Kárason [?] og gamli reynsluboltinn Haukur…

Hljómsveit hússins [2] (1980)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Sauðárkróki – líklega árið 1980, undir nafninu Hljómsveit hússins en sveitin spilaði hugsanlega aðeins einu sinni opinberlega. Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þeir Reynir Kárason bassaleikari, Hörður Guðmundsson harmonikkuleikari, Haukur Þorsteinsson harmonikku- og saxófónleikari, Sigurgeir Angantýsson hljómborðsleikari [?], Sigurður Björnsson gítarleikari [?] og Jón Jósafatsson trommuleikari.

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar (1959-66)

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var aðal hljómsveit Sauðkrækinga á sjöunda áratug síðustu aldar en hún var eins konar hlekkur á milli H.G. kvartetts Harðar Guðmundssonar og Falcon áður en Geirmundar þáttur Valtýssonar hófst. Sveitin lék á dansleikjum og var fastur liður í Sæluviku Skagfirðinga um árabil. Haukur Þorsteinsson stofnaði sveit sína líklega árið 1958 eða 59…

Hljómsveit Harðar Fríðu (um 1950)

Á Sauðárkróki starfaði hljómsveit um eða rétt fyrir 1950, sem bar nafnið Hljómsveit Harðar Fríðu en Hörður þessi var Guðmundsson og rak síðar hljómsveitina H.G. kvartett / kvintett. Hljómsveit Harðar Fríðu var skipuð þeim Herði og Hauki Þorsteinssyni sem báðir léku á harmonikkur og með þeim var trommuleikarinn Jónas Þór Pálsson, svo um var að…

Afmælisbörn 14. janúar 2024

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Haukur Þorsteinsson (1932-93)

Haukur Þorsteinsson var það sem kalla mætti félagsmálatröll en hann stóð framarlega í öllu félagslífi Sauðkrækinga um árabil, hann var t.a.m. öflugur liðsmaður leikfélagsins á Króknum og starfrækti hljómsveitir um árabil. Haukur var fæddur (snemma árs 1932) og uppalinn á Sauðárkróki þar sem hann hóf að leika fremur ungur á harmonikku en nikkan og saxófónninn…

H.G. kvartett [1] (1952-61)

Sauðárkrókur hafði sína eigin danshljómsveit um og upp úr 1950 en hljómsveit Harðar Guðmundssonar eða H.G. kvartett (kvintett þegar þeir voru fimm) eins og hún var oftast kölluð starfaði á árunum 1952 til 61, og líklega lengur – upplýsingar þess efnis vantar. Sveitin lék oft á Sæluviku þeirra Skagfirðinga á Sauðárkróki. H.G. kvartettinn var ein…