Helfró [1] (um 1968)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Helfró starfaði á norðvestanverðu landinu undir lok sjöunda áratugar liðinnar aldar, líklega í kringum 1968. Bræðurnir Rúnar gítarleikari og Jóhann bassaleikari Þórissynir voru meðal meðlima sveitarinnar og einnig gæti trommuleikarinn Skúli Einarsson hafa verið einn meðlima hennar, hann var í sveit með þessu nafni á einhverjum tímapunkti. Liðsmenn sveitarinnar…

Helfró [2] (1982-83)

Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?]…

Helfró [3] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Helfró en hún lék á 17. júní tónleikum á Faxatorgi á Sauðárkróki sumarið 1982. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða en hér er óskað eftir helstu upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan og annað viðeigandi.