Afmælisbörn 29. ágúst 2025

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 29. ágúst 2024

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Helga Hauksdóttir (1941-)

Helga Hauksdóttir var þekktur fiðluleikari sem lék í áratugi með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hún var einnig ötul í félagsmálum tónlistarmanna og kom þar víða við sögu. Þá er fiðluleik hennar jafnframt að heyra á fjölmörgum útgefnum plötum. Helga Hauksdóttir fæddist sumarið 1941 og hóf snemma að læra á fiðlu en hún var aðeins níu ára gömul…